133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[12:58]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það mun ekki vera málsókn í gangi en það er hins vegar kvörtun sem hefur borist ESA, frá Norðurljósum. Varðandi spurninguna, hvort ég sé sáttur við núverandi ástand. Nei, ég er það ekki. Ég óttast að Ríkisútvarpið hafi ekki vandað sig nógu vel í þessum jafnvægiskúnstum.

Menn verða að horfa til umhverfisins að þessu leyti. Ég er ekki sannfærður um að Ríkisútvarpið hafi farið nægilega varlega varðandi auglýsingar og alls ekki varðandi kostun, auglýsingar og verðlagningu á þeim. Á Ríkisútvarpinu hvíla þær skyldur að gæta að því stóra samhengi sem það er í. Það nýtur ákveðinna forréttinda. Það er vandmeðfarið að fara með þessi forréttindi.

Ég held að verkefnið fyrir okkur öll hefði átt að vera að að reyna að finna þarna viðunandi lausn.