133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:49]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanni fyrir ágæta ræðu. Ég tek undir það að þetta frumvarp hefur hlotið mikla umfjöllun í menntamálanefnd og margir gestir hafa verið þar kallaðir til.

Þrátt fyrir það hefur nefndin ekki viljað gera breytingar á frumvarpinu til að draga úr óvissu um kjör starfsmanna RÚV. Því spyr ég hv. þm. Sæunni Stefánsdóttur: Telur þingmaðurinn að réttindi og kjör starfsmanna Ríkisútvarpsins skerðist ekki ef þetta frumvarp Ríkisútvarpið ohf. verður að lögum?