133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:51]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (U) (andsvar):

Frú forseti. Þá verð ég að upplýsa það hér að hv. þm. Sæunn Stefánsdóttir fer ekki með rétt mál. Annars vegar má lesa það út úr hennar máli að fulltrúar hagsmunasamtaka hafi lýst því yfir á fundi nefndarinnar að þetta mundi ekki skerða kjör og réttindi. Það er ekki rétt. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka hafa opinberað það að með þessu frumvarpi verður kippt úr sambandi lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna sem þýðir að kjör þeirra skerðast. Því miður þá er það þannig.

Talandi um grasrót, frú forseti, þá ætla ég að fá að lesa upp úr Fréttablaðinu frá 29. nóvember 2006. Þar segir, með leyfi forseta:

„Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna samþykkti í gær ályktun þar sem þingmenn eru hvattir til þess að samþykkja ekki frumvarp um RÚV ohf.“

Þetta er nú blessuð grasrótin í Framsókn.