133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[19:24]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Nú er klukkan 26 mínútur yfir sjö og samkvæmt upplýsingum sem ég hafði fengið frá forseta var reiknað með því að tekið yrði matarhlé milli klukkan hálfátta og átta. Samkvæmt mælendaskrá á ég að stíga næstur í pontu og reifa og viðra sjónarmið mín um þau frumvörp sem við erum að ræða hér og ég get upplýst hæstv. forseta um það að ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir því að ég viðri sjónarmið mín til þessa máls og hafa spurt margra spurninga. Einn þessara hv. þingmanna stendur hér í hliðarherbergi og heitir Össur Skarphéðinsson. Ég hafði gert ráð fyrir því að svara spurningum sem frá honum hafa komið og sömuleiðis fara yfir nokkur af þeim atriðum sem hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir hefur varpað fram hér í umræðunni. En það er alveg ljóst að ræða mín mun taka lengri tíma en þær þrjár mínútur sem klukkuna vantar núna í hálfátta og því spyr ég hvernig forseti hyggist halda á málum hvað það varðar, hvort hún ætlar að láta mig byrja á ræðu minni og tala í þrjár mínútur og taka svo hlé eða hvernig sér forseti að framvindan verði?