133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[20:59]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég get ekki gert að því þó að hv. þingmaður líti þannig á að þetta frumvarp feli í sér einkavæðingu, hv. þingmaður verður þá bara að eiga það við sig. Það er einfaldlega verið að breyta rekstrarforminu, það er ekki verið að einkavæða Ríkisútvarpið, eigandinn verður eftir sem áður sá sami, ríkið. Ef það væri verið að einkavæða það mundi eignarhaldið á Ríkisútvarpinu skipta um hendur en það gerir það raunverulega ekki og það stendur í frumvarpinu að það sé ekki verið að selja, það sé ekki verið að einkavæða. (Gripið fram í.) Það er alveg morgunljóst.

Ég hvet hv. þm. Kolbrúnu Halldórsdóttur — sem hefur núna í þrjú ár verið að reyna að komast að þessari niðurstöðu að það sé í raun verið að einkavæða — til þess að lesa fyrstu greinina á frumvarpinu á bls. 1. Þar er svarið.