133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[21:03]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessu. Ég er a.m.k. ekki varaformaður Sjálfstæðisflokksins, það liggur fyrir. Varaformaðurinn situr mér á vinstri hönd. (Gripið fram í.) Ágúst Ólafur Ágústsson, hv. þingmaður, er hins vegar varaformaður Samfylkingarinnar.

Það hefur verið þannig í íslenskum stjórnmálum að formenn og varaformenn flokka hafa verið taldir skipta verulega miklu máli (EMS: … jaðarmálum.) í stefnumörkun flokka sinna og þess vegna skiptir verulegu máli þegar varaformaður Samfylkingarinnar siglir gegn straumnum og stekkur upp í bátinn með okkur í stjórnarmeirihlutanum í einhverju umdeildasta máli á þessu kjörtímabili.

Ég á erfiðast með að skilgreina sjálfan mig en, jú, ætli ég sé ekki svona (Gripið fram í: Jaðarmaður.) út við hægri jaðarinn í Sjálfstæðisflokknum. (Gripið fram í: Já.) Ég hugsa það.