133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[21:55]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég ætla ekki að svara þessari spurningu. Ég tel að menn verði að sýna trúnað við þær umræður sem fram fara í þingflokkum. Ég ætla ekkert að upplýsa það hvaða skýringar menn hafa gefið í þeim efnum eða ástæður.

Ég bendi einfaldlega á þá staðreynd að skipt var algerlega um stefnu í málinu á árinu 2005 með rökstuðningi í samþykkt mörgum mánuðum eftir að samþykktin var gerð, með túlkun á samþykkt sem ég hafði ekki heyrt fyrr en mörgum árum eftir að samþykktin var gerð. Menn verða svo að velta því fyrir sér hvað gerðist á árinu 2005 sem kann að hafa breytt afstöðu manna í þessum efnum.