133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[22:01]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég fagna þessari yfirlýsingu og geri ráð fyrir því að æðimargir séu tilbúnir til að standa að þeirri samþykkt með stjórnarflokkunum því að ég veit ekki betur en að allir þeir þingflokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi hafi verið tilbúnir til að ganga þá göngu sem þarna var staðfest í stjórnarsáttmálanum. Þess vegna varð ég ákaflega undrandi þegar ég frétti að hv. sitjandi þingforseti hefði tilkynnt þá niðurstöðu út úr stjórnarskrárnefnd að þetta ákvæði kæmi ekki fram, það yrði einungis ein tillaga frá stjórnarskrárnefndinni. Þetta hlýtur að þurfa miklu nánari skýringar við en það kann vel að vera, og ég vona satt að segja að það sé rétt sem hv. þingmaður segir, að menn muni þá sameinast um að setja þetta ákvæði fram á þinginu þegar málið hlýtur meðferð hér.