133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[22:02]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, ég held að við ættum bara að taka höndum saman um það. Ef tillagan kemur af einhverjum ástæðum ekki fram í frumvarpi frá stjórnarskrárnefndinni bætum við úr því í þingsölum, flytjum þá tillögu og sameinumst um að uppfylla þetta ákvæði stjórnarsáttmálans.