133. löggjafarþing — 54. fundur,  18. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:06]
Hlusta

Forseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Hv. 9. þm. Reykv. s. hefur óskað eftir að bera af sér sakir. Af því tilefni vill forseti segja að hann telur mikilvægt að þessu ákvæði þingskapa sé beitt sparlega, það ekki misnotað og einungis notað í því tilviki þegar um er að ræða að þingmaðurinn beri persónulegar sakir af sér.

Eftir atvikum getur forseti fallist á það og veitir því þingmanninum orðið til þess að bera af sér sakir í trausti þess að einungis sé um það að ræða að þingmaðurinn beri af sér sakir.