133. löggjafarþing — 54. fundur,  18. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[22:57]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (U) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mig langar að taka með öðrum þingmönnum undir þessar vangaveltur um lengd þingfundarins í kvöld. Ég hef nokkrar áhyggjur af sjálfum mér þar sem ég er næsti ræðumaður hér í kvöld og það eru fundir í fyrramálið, þar á meðal sá fundur sem menn hafa talað hér um varðandi Byrgismálið sem er afskaplega mikilvægt. Mun mikilvægara væri að taka það á dagskrá en þetta handónýta RÚV-frumvarp.

Það er eitt í því sambandi, herra forseti, sem mig langar að vekja athygli á sem hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir kom inn á áðan og hefur ekki verið í umræðunni, sú fullyrðing hennar að þeir einstaklingar á Íslandi sem einungis greiða fjármagnstekjuskatt muni ekki greiða nefskatt.

(Forseti (JónK): Ég minni á að tala um fundarstjórn forseta.)

Já, herra forseti, ég er að tala um galla í frumvarpinu — sem ég held a.m.k. að hljóti að vera galli, ég held að þetta hljóti að hafa verið hrein mistök. Ég trúi ekki að það hafi verið ákvörðun beggja stjórnarflokkanna að undanþiggja þá sem hafa einungis tekjur af fjármagni þessum svokallaða nefskatti. Eins og bent var á áðan heitir það varla nefskattur ef 2200 manns eru undanþegnir.