133. löggjafarþing — 54. fundur,  18. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[22:59]
Hlusta

Forseti (Jón Kristjánsson):

Ég vil minna enn og aftur á að mönnum ber að halda sig við fundarstjórn forseta en ekki efnislegar umræður um frumvarpið undir þessum lið. Áður en næsti hv. þingmaður tekur til máls vil ég endurtaka að það verður metið upp úr miðnættinu hvernig þessari umræðu miðar fram. Það er ekki gott að sjá það fyrir fram. Ræður hér eru mjög mislangar, frá hálftíma eins og hjá síðasta ræðumanni og upp í rúmlega 5 klukkutíma. Ég mun sjá til að það verði metið þegar líður að miðnætti eða eftir miðnætti.