133. löggjafarþing — 55. fundur,  19. jan. 2007.

framhald umræðu um RÚV.

[10:50]
Hlusta

Jón Kristjánsson (F):

Virðulegi forseti. Hér hefur stjórnarandstaðan verið óþreytandi að kynna tilboð í þessu máli. Það er nauðsynlegt af minni hálfu að reyna að átta sig á þessu tilboði, hvað það felur í sér.

Það er alveg ljóst að þær umræður sem ég hef hlustað á daga og nætur hér, snúast að miklu leyti um Framsóknarflokkinn. Framsóknarflokkurinn er í miðdepli þeirrar umræðu. Það er allt í góðu lagi út af fyrir sig.

En ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að stjórnarandstöðuflokkarnir stefni að stjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar. (Gripið fram í.) Þá spyr ég og það er brýn spurning: Mun það verða gert að skilyrði um stjórnarþátttöku stjórnarandstöðunnar með Sjálfstæðisflokknum að þessi lög verði dregin til baka? Mun það verða?