133. löggjafarþing — 56. fundur,  22. jan. 2007.

upplýsingar um fjárhagsstöðu RÚV.

[10:55]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S):

Frú forseti. Það er alveg ótrúlegt hvað hv. þingmanni er lagið að mála skrattann á vegginn. Það er alveg ljóst að rekstur Ríkisútvarpsins hefur á síðustu árum verið mjög erfiður. Það vita allir. Hins vegar verður eiginfjárstaða Ríkisútvarpsins góð þegar umbreytingin verður. Eiginfjárstaðan verður sterk.

Hvað varðar dreifingu á útsendingu Ríkisútvarpsins og það að hægt verði að dreifa útsendingunum til allra landsmanna er ljóst að til að mynda Fjarskiptasjóður mun koma að því að stuðla að eflingu Ríkisútvarpsins hvað varðar dreifingu á útsendingum. Það er ýmislegt í farvatninu sem mun styðja það og styrkja Ríkisútvarpið í þá veru að það geti sinnt betur menningarhlutverki sínu til þess að efla innlenda dagskrárgerð og fleira. Þetta á hv. þingmanni að vera fullkunnugt um.