133. löggjafarþing — 57. fundur,  22. jan. 2007.

dómstólar og meðferð einkamála.

496. mál
[15:30]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það eru engar breytingar á döfinni af hálfu dómsmálaráðuneytisins varðandi stjórnsýsludómstól. Ég hef aldrei lagt fram tillögu um það eða rætt málið á þeim grunni. Hins vegar hefur héraðsdómstóllinn í Reykjavík þróað starfsemi sína þannig að þar hefur orðið ákveðin sérhæfing. Ákveðin deild innan dómstólsins sinnir stjórnsýslumálum frekar en aðrar deildir.