133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

afgreiðsla frumvarps um RÚV.

[13:57]
Hlusta

Halldór Blöndal (S):

Frú forseti. Mér finnst alveg eðlilega að þessum málum staðið. Kallað var á ríkisendurskoðanda til þess að gera grein fyrir stofnreikningi hins nýja hlutafélags. Ekki hafa verið gerðar athugasemdir við verk hans og þar með liggur fyrir að vel hefur verið að verki staðið. En þetta upphlaup stjórnarandstöðunnar nú er gamalþekkt á Alþingi og hefur ekkert með málefnalegar umræður að gera.