133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:50]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það eru tímamót í sögu Ríkisútvarpsins og við hér í salnum og í samfélaginu höfðum tækifæri til að tryggja til frambúðar að Ríkisútvarpið gæti sinnt því mikilvæga hlutverki sem það hefur og hefur haft. Það er í mér uggur um að við séum nú að gera mistök hér í salnum af margvíslegu tagi, af menningarlegu tagi, af þjóðernislegu tagi, af skattalegu tagi, af samkeppnislegu tagi og enn gæti ég þulið lengra.

Bót í máli er að þrír flokkar af fimm á þinginu hafa náð myndarlega saman og heitið endurskoðun á málefnum Ríkisútvarpsins. Ég segi nei við þessu frumvarpi.