133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:54]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Fl):

Frú forseti. Ég hef á síðustu dögum, bæði í stuttu máli og löngu máli og í andsvörum, reynt að opna augu þingheims fyrir því að í þessu frumvarpi er verið að kippa úr sambandi lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og þar af leiðandi er verið að skerða kjör þeirra. Ég tók eftir því í andsvörum í síðustu viku, á fimmtudag, bæði við hv. formann menntamálanefndar og líka við hæstv. menntamálaráðherra að þeim var fullkunnugt um það. Þau tóku skýrt fram að þau ætluðu ekki að gera betur í þessu ohf.-frumvarpi við starfsmenn en í öðrum. Það var gert illa við starfsmenn í öðrum sambærilegum frumvörpum og þar af leiðandi er þetta vísvitandi gert af hæstv. menntamálaráðherra að skerða réttindi og kjör opinberra starfsmanna með setningu þessa frumvarps. Ég segi nei.