133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:57]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ríkisstjórnin talar mikið um metnað ríkisstjórnarinnar fyrir hönd Ríkisútvarpsins. Sá metnaður hefur birst í því að fjárhagur þeirrar stofnunar hefur versnað stöðugt jafnt og þétt allar götur frá því að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynduðu saman ríkisstjórn 1995. Í þessu birtist metnaðurinn eða hitt þó heldur.

Hæstv. forseti. Þetta frumvarp skerðir réttindi starfsmanna Ríkisútvarpsins, það rýfur einhliða samningsbundna aðkomu starfsmanna að stjórn stofnunarinnar og færir völd þar innan dyra í hendur eins manns, bæði mannahald og alla dagskrárgerð. Það veikir því miður fjárhagslega stöðu stofnunarinnar þegar litið er til langs tíma. Ríkisstjórnin hefur slegið á allar tilraunir af hálfu stjórnarandstöðunnar til málamiðlunar og sátta. Það er óábyrgt og það er dapurlegt, en, hæstv. forseti, sem betur fer er ekki bannað með lögum (Forseti hringir.) að breyta lögum og þess skulu menn minnast í komandi (Forseti hringir.) alþingiskosningum hinn 12. maí í vor, að við getum snúið þessu óhappaverki til baka. Þingmaðurinn segir nei.