133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Vatnajökulsþjóðgarður.

395. mál
[18:26]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Við þetta er litlu að bæta. Eins og ég tók fram í fyrri andsvörum mínum þá held ég að við hv. þm. Halldór Blöndal séum nokkuð sammála um þessi mál. Og auðvitað er það þannig og það er miður að einmitt þegar er verið að skera niður hjá stofnunum, eins og t.d. Náttúrufræðistofnun, þá bitnar það hart á útibúinu á Akureyri og væri auðvitað betra ef það væri sjálfstæð stofnun með eigið rekstrarfé.

Að öðru leyti var hv. þingmaður í einhverju andsvari við hv. þm. Kolbrúnu Halldórsdóttur en ekki við mig en að því get ég ekkert gert.