133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Vatnajökulsþjóðgarður.

395. mál
[18:48]
Hlusta

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að ég hafi ekki skilist, ég kveð ekki nógu fast að orði. Ég var að tala um að ég vildi efla Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn. Það er kjörið tækifæri til þess nú. Þegar ráðist var í Kröfluvirkjun dreymdi menn um að rannsóknastarfsemi sem tengdist Mývatni hefði höfuðstöðvar sínar þar. Nú á að fara að stofna þennan þjóðgarð einmitt í tengslum við Mývatn og það svæði og þess vegna segi ég að það sé eðlilegt að höfuðstöðvar rannsókna á þessu svæði séu einmitt við Mývatn. Það hefur verið mín skoðun og ég sé satt að segja ekki hvernig hægt er að komast hjá því ef menn vilja standa sómasamlega að þjóðgarði norðan Vatnajökuls.