133. löggjafarþing — 59. fundur,  24. jan. 2007.

kaup Íslandspósts hf. á Samskiptum ehf.

460. mál
[10:42]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Þetta er athyglisvert mál. Ég held að menn ættu kannski svolítið að leiða hugann að því frumvarpi sem varð að lögum í gær um Ríkisútvarpið þar sem gersamlega er galopnað fyrir að það fyrirtæki kaupi alls konar starfsemi. Það gæti þess vegna verið nuddstofa eða mjólkurbú. Það eru engar hömlur á því. Líklega er þetta þá liður í að gera mögulegt að einkavæða það fyrirtæki, að það fyrirtæki kaupi sér fyrirtæki til að standa undir starfseminni og auka hagnaðinn, af því að menn stefni að þeirri einkavæðingu.