133. löggjafarþing — 59. fundur,  24. jan. 2007.

slys og óhöpp á Vestfjörðum.

353. mál
[11:25]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Anna Kristín Gunnarsdóttir) (Sf):

Frú forseti. Þessi fyrirspurn mín er að sjálfsögðu af sama toga og sú á undan, þ.e. ég er að hugsa um öryggi vegfarenda á vegunum á Vestfjörðum á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, og Ísafjarðar og Súðavíkur og spyr því hæstv. ráðherra:

1. Hvað hafa á sl. 10 árum orðið mörg umferðaróhöpp annars vegar og slys hins vegar sem rekja má til ástands vegar og/eða veðurfars á leiðunum a. Bolungarvík – Ísafjörður, og b. Ísafjörður – Súðavík?

2. Hvað er talið að tjón á farartækjum og vinnuvélum nemi á sama tímabili hárri upphæð á núvirði?