133. löggjafarþing — 59. fundur,  24. jan. 2007.

þjónusta Símans á sunnanverðum Vestfjörðum.

369. mál
[11:41]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Hæstv. ráðherra var einmitt að lýsa því hvaða afleiðingar það hefur haft að selja grunnnetið frá Símanum og ég vil spyrja hæstv. ráðherra: Hefur hann gert þeim sem reka Símann grein fyrir því eða lýst því yfir að hann hafi gert um það samning sem í er fólgin sú ákvörðun að leggja niður siglingar frá Stykkishólmi til Vestfjarða? Er víst að þeir hjá Símanum sem reka það fyrirtæki geri sér grein fyrir því að það verður enn þá lengra og tímafrekara að komast til þess að gera við á Vestfjörðum eftir að þær siglingar leggjast niður, ef þær leggjast niður? Það liggur fyrir samkvæmt þeim samningi sem hæstv. ráðherra ber ábyrgð á að þessar siglingar munu leggjast af.