133. löggjafarþing — 59. fundur,  24. jan. 2007.

greinargerð um jafnréttisáætlun.

422. mál
[11:55]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég er alveg sammála hv. þingmanni um að auðvitað er mikilvægt að jafnréttisáætlun eins og reyndar öðrum framkvæmdaáætlunum sé framfylgt. Ég held að þannig standi hugur manna en að sjálfsögðu höfum við séð það með ýmsar áætlanir að misjafnt er kannski hvernig það gengur. En við munum þá sjá það í þeirri greinargerð sem hér er fjallað um hvernig hlutir hafa þróast á þeim tíma sem þar um ræðir. Ég vænti þess að við fáum af því tilefni góða umræðu um þennan málaflokk sem er gríðarlega mikilvægur. Við þurfum sannarlega að standa saman um að ná meiri árangri og það vissulega á við samfélagið í heild sinni. Ég veit að við hv. þingmaður munum ekki láta okkar eftir liggja í þeirri baráttu.