133. löggjafarþing — 59. fundur,  24. jan. 2007.

vextir og verðtrygging.

499. mál
[13:51]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Fl):

Frú forseti. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórnarandstaðan tekur hér upp mál varðandi afnám verðtryggingar á lán. En ætíð virðist það vera þannig að stjórnarliðar fara undan í hálfgerðum flæmingi.

Það eru 28 ár síðan verðtryggingunni var komið á með svokölluðum Ólafslögum. Þá voru aðstæður ekki þær sömu og í dag. Stærsta tilefnið fyrir setningu þeirrar verðtryggingar var óðaverðbólga sem þá var, fór allt upp í 60%. Við eigum ekki við það núna þannig að ég held að það sé virkilega kominn tími til að skoða verðtryggingu á lán til grunna.

En af einhverjum óskiljanlegum ástæðum virðist ekki vera áhugi á því hjá stjórnarliðum. Það hlýtur að merkja að það séu þá fyrst og fremst bankarnir sem ríkisvaldið vill verja.