133. löggjafarþing — 59. fundur,  24. jan. 2007.

hlutfall verknámsnemenda.

331. mál
[14:55]
Hlusta

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Önnu Kristínu Gunnarsdóttur kærlega fyrir fyrirspurnina. Mjög brýnt er að nemendur geti lokið verknámi sínu að mestu leyti úti á landi eins og möguleikar eru á. Það hefur háð byggðum víða að nemendur þurfa að fara til höfuðborgarsvæðisins til að klára verknám sitt og þar hafa nemendur oftar en ekki ílengst vegna þenslu á höfuðborgarsvæðinu og ekki snúið aftur í heimabyggð sína, eins og hv. þm. Anna Kristín Gunnarsdóttir kom inn á, og víða er skortur á iðnaðarmönnum úti á landi.

Það hefur líka verið til vandræða að fyrirtæki hafa ekki haft möguleika á að taka nemendur á samning, nema þá vegna lítilla verkefna og þetta hangir allt saman. Þess vegna tel ég vera mjög brýnt landsbyggðarmál og byggðamál að bjóða upp á að hægt sé (Forseti hringir.) að ljúka starfsnámi í heimabyggð.