133. löggjafarþing — 61. fundur,  29. jan. 2007.

vatnsréttindi vegna Búrfellsvirkjunar.

415. mál
[17:09]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Það er ótrúlegt ef hér er upplýst að þessir samningar hafi verið gerðir með einhvers konar fyrirvara um að þetta yrði samþykkt á Alþingi. Ég spyr: Hvað tekur við ef þessi gerningur verður ekki samþykktur á þinginu? Verður að taka upp samningana? Ætlar ríkið sér þá að borga Akureyri og Reykjavík einhverjar fjárhæðir í samræmi við þá tölu sem hér var nefnd um verðmæti þessara réttinda?