133. löggjafarþing — 61. fundur,  29. jan. 2007.

vátryggingarsamningar.

387. mál
[19:58]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil aðeins ítreka það um leið og ég þakka orð hv. þm. Lúðvíks Bergvinssonar, að skilningur minn á frumvarpinu er sá að þarna er um mikilvæga þrengingu að ræða. Ég skil þá vönduðu umræðu sem hér hefur orðið þannig að ágreiningurinn er um hversu langt skuli ganga í þeirri þrengingu. Ég get endurtekið það sem ég sagði, það er annars vegar heilsufar almennt og sjúkdómar sem orðið hafa og greindir hafa verið, og hins vegar nánustu skyldmenni andspænis því sem nú er í lögum, aðrir einstaklingar.