133. löggjafarþing — 61. fundur,  29. jan. 2007.

verslunaratvinna.

414. mál
[20:08]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir undirtektir hv. þingmanns. Spurningu hans svara ég með því að vísa í b-lið 2. gr. frumvarpsins, með leyfi forseta:

„Séu myndverk seld á opnum eða lokuðum frjálsum uppboðum, svo og í verslun með myndverk í atvinnuskyni, skal uppboðsstjóri eða listaverkasali, svo og seljandi, gæta sérstakrar varúðar varðandi ranga eignaraðild að og hættu á fölsun verkanna og þá sinna leiðbeiningarskyldu, m.a. um vöntun á eigendasögu framangreindra myndverka, að jafnaði með sannanlegum hætti.“

Með öðrum orðum, hér er fyrir gegnsæi og neytendavernd lögð á það áhersla að þá hefur söluaðilinn þessa leiðbeiningarskyldu og honum ber að taka það fram ef um vöntun á eigendasögu framangreindra myndverka er að ræða. Ég held að þetta sé mjög mikilvægt atriði sem hv. þingmaður einmitt spurði um.