133. löggjafarþing — 61. fundur,  29. jan. 2007.

samkeppnislög.

522. mál
[20:55]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að ég hafi ekki andlega burði til að fylgja hv. þingmanni á ímyndunarflugi hans. Ég er ekki viss um að ég sé alveg klár á hvað hann var að tala um nú en ég vísa til þess sem ég sagði áður, að verið er að skoða samkeppnishætti á smásölumarkaði hjá Samkeppniseftirlitinu. Auk þess talar það frumvarp sem ég var að mæla fyrir fyrir sínum eigin málstað og á eftir kemur annað frumvarp um brot á fjármálamarkaði sem hnígur í sömu átt. Ég fullvissa hv. þingmann um að ekki stendur á okkur að setja skilvirk og skýr ákvæði um viðurlög í þessari lagasetningu.