133. löggjafarþing — 61. fundur,  29. jan. 2007.

samkeppnislög.

522. mál
[21:01]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég biðst afsökunar á því að ég misskildi hv. þingmann. Ég vísa til 5. gr. frumvarpsins sem við erum nú að fjalla um. Þar er einmitt talað um kæru til lögreglu og þar er talað um til dæmis, með leyfi forseta:

„Samkeppniseftirlitinu er heimilt að taka þátt í aðgerðum lögreglu sem varða rannsókn þeirra brota sem falla undir 2. mgr.“

Og það er einmitt fjallað um aðgerðir lögreglu sem leiði þá af slíkri kæru. Þetta mál er einmitt í þessu frumvarpi.