133. löggjafarþing — 61. fundur,  29. jan. 2007.

samkeppnislög.

522. mál
[21:13]
Hlusta

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður kom upp og sagði eitthvað á þá leið varðandi gott fyrirtæki sem nái árangri og sinni neytendum og veiti þjónustu og sé svo ofboðslega gott að það stækki á eigin verðleikum, að hættan væri sú að samkeppnisyfirvöld mundu misnota þessa heimild sína (Gripið fram í.) og skipta fyrirtækinu upp. Hér var reynt í andsvari að mæla því í mót að raunveruleg hætta hefði verið á þessu. Þá kemur hv. þingmaður upp í annað andsvar og segir að það hafi ekki verið neitt í þessu ákvæði, þetta hafi bara verið tómt mengi þannig að ekki hefði verið hægt að beita því á nokkurn hátt.

Virðulegi forseti. Ég held að það þurfi ekki fleiri orð um þetta.