133. löggjafarþing — 61. fundur,  29. jan. 2007.

samkeppnislög.

522. mál
[21:14]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka þær umræður sem hafa orðið um nokkur efnisatriði frumvarpsins. Ég vil hins vegar leggja á það áherslu að við megum ekki fjalla um þessi efni í því skyni fyrst og fremst að herða eða viðhafa einhvers konar refsigleði. Aðalatriðið er og aðalatriðið í þessu frumvarpi er skilvirkni og gegnsæi þannig að menn viti fyrir fram hvað sé rétt og hvað rangt á þessu sviði. Það er mjög mikilvægt.

Ég vænti þess að málinu verði að lokum þessarar umræðu vísað til vandaðrar málefnalegrar yfirferðar í þingnefndinni.