133. löggjafarþing — 61. fundur,  29. jan. 2007.

samkeppnislög.

522. mál
[21:16]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það sem ég átti einfaldlega við er að þetta er markmið frumvarpsins eins og það hefur verið túlkað fyrir t.d. fulltrúum frá Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði og fleiri slíkum aðilum. Það er ekki í neinum sérstökum tengslum við einstök mál eða misskilning af því tagi eða óvissu.

Ég hygg hins vegar að menn geti orðið sammála um að viðskiptalífið og atvinnulífið er í svo hraðri þróun að lög um þetta efni þurfa að vera í stöðugri endurskoðun. Það líður varla árið að ekki séu komnar upp nýjar aðstæður, ný áður ókunn tilvik sem valda því þá að eitthvað er í óvissu. Löggjöfin þarf að hafa skilvirkni og gegnsæi að markmiði, ásamt öðrum markmiðum laga að sjálfsögðu. Það var einfaldlega þetta sem ég átti við.