133. löggjafarþing — 62. fundur,  30. jan. 2007.

lokafjárlög 2005.

440. mál
[14:30]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alltaf gaman þegar hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson kemur í ræðustól og talar um efnahagsmál og ríkisreikning, fjárlög, skuldastöðu heimilanna o. fl. Ég hef aðeins eina spurningu til hv. þingmanns af því að hann minntist á Seðlabankann. Er hv. þingmaður sáttur við það ferli sem hefur verið hjá Seðlabankanum og allar þær stýrivaxtahækkanir sem dunið hafa yfir íslenska þjóð undanfarna mánuði?