133. löggjafarþing — 63. fundur,  31. jan. 2007.

fyrirspurnir á dagskrá.

[14:01]
Hlusta

Forseti (Jón Kristjánsson):

Forseti vill taka fram að ég hef ekki í þessum stól núna upplýsingar um fjarveru ráðherra (Gripið fram í: Nú?) en það er auðvelt að afla þeirra því að þær liggja hér fyrir. Ég vil eigi að síður halda því til haga að ráðherrar er önnur hliðin á þessum teningi, hin hliðin er þingmenn og ég vil taka það fram að bæði ráðherrar og þingmenn eru fjarverandi sem veldur því að ekki er hægt að taka fleiri fyrirspurnir fyrir. Það er sjálfsagt að skoða hvað veldur en ég mundi þá láta þá athugun ganga yfir alla sem fjarverandi eru.