133. löggjafarþing — 63. fundur,  31. jan. 2007.

reglur um aflífun og flutning búfjár.

250. mál
[14:35]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Það er aldeilis tímabært að vekja máls á þeim reglum sem kastljósinu hefur hér verið beint að. Mig langar bara í þessu sambandi til að minna hæstv. umhverfisráðherra á að Umhverfisstofnun hefur oftar en einu sinni undanfarin ár gert athugasemd við það við þingmenn í starfi þingnefnda þegar fjárlög hafa farið hér í gegn að það skorti fjármuni í þennan málaflokk, dýraverndina. Hæstv. ráðherra umhverfismála hefur þarna ákveðnum skyldum að gegna, að standa vörð um þennan málaflokk, velferð búfjár og meðferð þess. Það verður að segja hæstv. ráðherra það til hróss að hún hefur nefnt þennan málaflokk en það sýnir þetta dæmi svo að ekki verður um villst að þarna er verulega mikið verk sem þarf að vinna og hæstv. ráðherra þarf að bretta upp ermarnar og sjá til þess að þeir (Forseti hringir.) sem starfa að þessum málum bretti einnig upp ermar þannig að þessum málum verði kippt í liðinn og fjármunir fylgi inn í málaflokkinn um dýravernd.