133. löggjafarþing — 63. fundur,  31. jan. 2007.

dragnótaveiðar.

399. mál
[15:08]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Þessi umræða er mjög erfið fyrir hæstv. sjávarútvegsráðherra vegna þess að það eru engin rök sem hann getur lagt á borðið eða rannsóknir eða einhver málefnalegur rökstuðningur. Það eina sem hægt er að gera er að lesa eins hratt og hæstv. ráðherra getur upp úr lögum og reglum. En það er fátt um veigamikil rök í þessari umræðu. Það er miður. Þetta er kannski lýsandi fyrir þá stöðu sem stjórn fiskveiða er í á Íslandi, þ.e. menn reyna að forðast þessa umræðu, reyna að flækja þetta í einhvern lagabókstaf í stað þess að svara þessum einföldu spurningum með einhverjum rökum eða málefnalegum hætti. (Gripið fram í.) Það er miður í þessari umræðu, frú forseti, að ekki sé hægt að ganga hér hreint til verks og bara svara þessum spurningum betur en gert er.