133. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2007.

stjórn fiskveiða.

432. mál
[12:54]
Hlusta

Guðjón Hjörleifsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil meina að við værum langt komnir með að vinna þessi mál hefði umræðan um RÚV ekki tekið svona langan tíma. Það verður mikið starf í nefndum alveg til 15. mars.

Við höfum oft tekist á í sjávarútvegsnefnd en við höfum líka oft náð sameiginlegri lendingu. Það eru virkilega öflugir menn í nefndinni og við munum fara yfir þetta mál. Það getur vel verið að við komumst að sameiginlegri niðurstöðu eins og við höfum gert í mörgum málum í nefndinni.