133. löggjafarþing — 64. fundur,  1. feb. 2007.

stjórn fiskveiða.

459. mál
[14:48]
Hlusta

Jón Gunnarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Þetta flýtir óneitanlega aðeins fyrir aðeins fyrir umræðunni á eftir. Ég man ekki í fljótu bragði nákvæmlega hve mikið fór á síðasta fiskveiðiári í byggðakvótaúthlutun. Ef hæstv. ráðherra man það betur en ég hvað fór í það sem við köllum byggðakvóta væri gott að fá þá tölu inn í umræðuna.

Þau nýmæli eru í 1. gr. að verið er að henda Byggðastofnun út úr þessu ferli. Byggðastofnun hefur verið ansi nálægt þessum byggðakvótum hingað til en nú er verið að henda Byggðastofnun út úr ferlinu, hún fær reyndar fulltrúa í úrskurðarnefnd. Mig langar því að spyrja hæstv. ráðherra: Hvað kemur til? Af hverju velja menn að henda Byggðastofnun út úr þessu ferli?