133. löggjafarþing — 65. fundur,  5. feb. 2007.

fyrirspurnir til ráðherra.

[16:01]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Um fundarstjórn forseta er svo sem allt gott að segja nema það að ég held að ástæða væri fyrir þingheim í tilefni af orðum hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar að fá úr því skorið hvort kaffibandalagið er endanlega hrunið á loftslagsmálunum eins og hefur komið fram í umræðunum í dag. Það hlýtur að vera spurning dagsins: Er eitthvað eftir af þessu, hæstv. forseti, góða kaffibandalagi? Spyrjum þeirrar spurningar. (Gripið fram í.)