133. löggjafarþing — 66. fundur,  6. feb. 2007.

þjóðfáni Íslendinga í þingsal Alþingis.

41. mál
[18:18]
Hlusta

Flm. (Guðmundur Hallvarðsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er svona hálfgildingsandsvar. Ég tek undir með hv. þm. Merði Árnasyni hversu mikil og einlæg samstaða þetta er, mynd af Jóni Sigurðssyni, okkar leiðandi ljósi í þingsal, þá er það eðlilegt að þjóðfáninn sé þar líka svo órofin tengsl sem þarna eru á milli og segir eiginlega allt sem segja þarf um sjálfstæðisbaráttu okkar.