133. löggjafarþing — 68. fundur,  7. feb. 2007.

þjóðvegur á Akranesi.

242. mál
[13:05]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Ég fagna því ef þetta mál hefur nú komist á það stig að það sé að fara að komast til framkvæmda. Það hefur liðið dálítið langur tími. Það stendur t.d. þannig á núna að þessi vegur er eina leiðin inn í bæinn þarna megin. Þetta er malarvegur, ekki nema nokkur hundruð metra langur spotti sem um er að ræða og í raun og veru styttist þá sú leið sem ríkið hefur ábyrgð á til hafnarinnar frá þeirri leið sem áður var. Til framtíðar held ég að þetta hafi í sjálfu sér verið góður samningur fyrir ríkið.

Ég vil koma því að að ég tel að auðvitað eigi að vera tvær viðurkenndar leiðir til bæjanna þar sem þeirra er virkilega þörf, annars vegar fyrir flutninga til hafna og svæða þar sem iðnaður er stundaður (Forseti hringir.) og hins vegar kannski vegur sem liggur beint inn í miðju bæjanna.