133. löggjafarþing — 68. fundur,  7. feb. 2007.

stuðningsforeldrar.

306. mál
[13:49]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka þessa umræðu okkar tveggja um þetta mál og ýmislegt sem kom fram í ræðu hv. þingmanns. Auðvitað er það svo að eftirlit og annað á að vera í lagi og eftir þeim upplýsingum sem ég hef að minnsta kosti, virðist ekki annað vera en að svo sé. En dæmið sem hér er nefnt, ég verð að viðurkenna að ég þekki það ekki en mun láta kanna það sérstaklega og eins hvað varðar fræðsluþáttinn. Ég mun að ábendingu hv. þingmanns láta kanna það mál frekar, en ég hef að minnsta kosti ekki orðið var við annað eftir því sem ég hef grennslast fyrir um en að þessi mál séu í því standi sem við viljum hafa þau. En auðvitað er hárrétt að við þurfum að fylgjast vel með og gæta þess að allir þessir hlutir séu í þeim farvegi sem þeir eiga að vera og við teljum að eðlilegt sé.

Ég þakka umræðuna og hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina.