133. löggjafarþing — 68. fundur,  7. feb. 2007.

jafnréttisumsögn með stjórnarfrumvörpum.

487. mál
[14:02]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég hef engu við það að bæta sem ég fór yfir í svari mínu áðan öðru en því að ég þakka hv. þingmanni fyrir að taka þetta mál hér upp og öðrum sem tóku þátt.

Hér var spurt hvort ég eða ráðherrar hefðum farið á námskeið í jafnréttismálum. Ég get ekki svarað því að öðru leyti en þannig að ég hef ekki farið á neitt afmarkað námskeið í jafnréttismálum. Ég hef hins vegar tekið þátt í umræðum um jafnréttismál ansi lengi, (Gripið fram í.) verið í félagsmálanefnd þingsins o.s.frv. þar sem mikið hefur verið fjallað um jafnréttismál. Ég hef lært mikið af því. Ég get hins vegar ekki svarað fyrir aðra ráðherra.