133. löggjafarþing — 68. fundur,  7. feb. 2007.

fagháskólar.

549. mál
[19:03]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Sigurrós Þorgrímsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra greinargóð svör. Ég er mjög stolt af því hvað hún hefur staðið sig vel í sambandi við framhaldsskóla- og þá ekki síður háskólamenntun hér í landinu. Mér finnst það mjög virðingarvert. Þess vegna trúi ég því að átak verði gert í að efla verknámið og iðnnámið. Ég treysti því. Ég hef séð hvernig hæstv. menntamálaráðherra vinnur í sambandi við háskólanámið og framhaldsskólana og ég trúi því að iðnnámið verði eflt verulega.