133. löggjafarþing — 69. fundur,  12. feb. 2007.

staðbundnir fjölmiðlar.

17. mál
[16:45]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Hér með er það staðfest að flutningsmenn þessarar tillögu eru í raun og veru að leggja til styrki til tiltekinna fjölmiðla, staðbundinna, bæði á landsbyggðinni og í Reykjavík og í nágrannasveitum Reykjavíkur.

Það er gott að heyra það, því þá er það mjög skýrt hvað menn vilja með þessari tillögu og það er hægt að ræða hana í nefndum Alþingis og í samfélaginu sem slíka.