133. löggjafarþing — 70. fundur,  13. feb. 2007.

rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

542. mál
[14:33]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Með vísan til þess að ákvarðanir eru teknar enn sem komið er á grundvelli fyrsta áfanga rammaáætlunar tel ég að aðild stjórnvalda geti verið næg að þessu.

Hins vegar voru sett ný lög árið 2003 sem marka þau tímamót að byrjað er að byggja upp opinn, eftir því sem getur verið við íslenskar aðstæður, orkumarkað. Þá færist frumkvæði og forsjá í þeim málum yfir til sveitarfélaga, yfir til fyrirtækjanna og fjárfesta sem um er að ræða, vissulega er það rétt.

Hins vegar er í fjölmörgum atriðum sem samningar þurfa til að koma þar sem stjórnvöld hafa áhrif. Í frumvarpinu sem hér er talað um, bæði í megintexta þess og í bráðabirgðaákvæðunum, er gert alveg sérstaklega ráð fyrir því að ekkert fari fram sem ekki er í fyrsta áfanga rammaáætlunar og ef vikið er frá því verði að koma til alveg sérstakt samþykki Alþingis.