133. löggjafarþing — 70. fundur,  13. feb. 2007.

rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

542. mál
[15:22]
Hlusta

utanríkisráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil vekja alveg sérstaka athygli á þessu, hv. þingmaður styður í raun þessar framkvæmdir í neðri Þjórsá. Ef hann hefði mætt á fundinn í Árnesi hefði hann ekki fengið að tala þar því aðeins þeir sem voru á móti framkvæmdunum fengu að tala. Hv. þingmaður hefði ekki fengið orðið á þeim fundi.

Hann hefur haft stór orð um að upplýsingar vanti í sambandi við ákveðna virkjunarkosti í rammaáætlun og það er rétt að svo er. Þar erum við að tala um kosti c, sem er ekkert verið að tala um að fara í á næstunni og sennilega aldrei. Við erum að tala um kosti c sem eru t.d. Háuhverir, Brennisteinsfjöll, Reykjadalur, Reykjadalir austari, Jökulsá á Fjöllum, Markarfljótsvirkjun o.s.frv. Frumvarp hæstv. ráðherra gengur út á að aðeins kostir a og b verði til umræðu þar til lokið er við gerð rammaáætlunar.

Þetta er meira og minna sýndarmennska hjá hv. þingmanni þegar hann kemur upp og fer mikinn svo klukkustundum skiptir.